Monday, February 25, 2008

Snípur 101

Ó hinn margumræddi snípur....varla er hægt að opna glanstímarit eða horfa á spjallþátt í sjónvarpinu án þess að heyra talað um hann, og fyrir margar stelpur er þessi alræmdi líkamshluti í miklu uppáhaldi.
Er hvað er svo eiginlega þessi margrómaði snípur, hvar er hann og hvað í ósköpunum á maður að gera við hann?

Grundvallaratriði-hvað er snípur?
Snípurinn er mjög næmt líffæri og er hluti af kynfærum kvenna. Snípurinn er úr svampkenndum vef og er fullur af taugaendum, sem gera hann svona næman fyrir snertingu. Við kynferðislega örvun flæðir blóð til snípsins, svipað og gerist við stinningu á typpinu hjá karlmanni. Í raun má segja að snípurinn sé jafngildi kóngsins á typpi karlmanna.
Snípurinn er lykillíffæri við fullnægingu kvenna. Margar konur geta einungis fengið fullnægingu við örvun snípsins, en ekki við samfarir einar saman.

Vá..hljómar mikilvægt...en hvar er þá þessi snípur?
Snípurinn er eins og ísjaki að því leyti að við sjáum aðeins toppinn á honum, en hann nær svo allt að 12 cm inn í líkamann. Toppurinn á snípnum er á milli skapabarmanna á ofanverðri píkunni.
Hér sjáiði hann:

Snípurinn er misstór milli kvenna og misauðvelt að sjá með berum augum, en það er yfirleitt auðvelt að finna hann með fingrunum. Ef strokið er yfir snípinn má finna hann sem upphleyptan hnúð, á stærð við vatnsmelónustein.

Það er mikilvægt fyrir okkur konur að vita hvar snípurinn okkar er. Þess vegna mæli ég með því að allar stelpur sem ekki eru alveg með það á hreinu næli sér í lítinn spegil, smeygi sér úr að neðan í góðu næði inni í herbergi og kíki á allar græjurnar þarna niðri.
Auðvitað er einnig mjög mikilvægt að strákar viti hvar snípurinn er, en þar sem þeir hafa ekki jafn greiðan aðgang að þessu magnaða líffæri er best fyrir þá að kynna sér vel allt lesefni um hann. Svo þegar stóra stundin rennur upp að einhver vingjarnleg stúlka veitir góðfúslega aðgang að gerseminni er um að gera að nýta tækifærið í botn, spyrja og fá leiðbeiningar frá eigandanum.

En hvað á svo að gera þegar maður er búinn að finna snípinn?
Eins og áður sagði er snípurinn fullur af taugaendum og mjög næmur fyrir snertingu. Auðvitað er mjög einstaklingsbundið hvað hverjum og einum þykir gott, en almennt er best að byrja á að strjúka létt yfir hann með einum-tveimur fingrum, gjarnan með því að strjúka í litla hringi yfir snípinn.
Ef þú ert stelpa að prófa þig áfram á sjálfri þér er auðvelt fyrir þig að prófa þig áfram með þetta, prófa fastar eða lausar, og hraðar eða hægar o.s.frv. Sumum stelpum hefur reynst vel að prófa sig fyrst áfram með því skella sér í bað, kveikja á sturtunni á passlegu hitastigi og láta vatnsbununa um að nudda snípinn...mæli með að prófa þetta
Ef þú ert hins vegar strákur þá er bara númer eitt, tvö og þrjú að fylgjast með stelpunni til að sjá hvað henni líkar, og spyrja hana eða biðja hana að leiðbeina þér...öðruvísi lærir maður ekki! Þar sem snípurinn er ofurnæmur er almennt best að byrja fyrst hægt og laust, og vinna svo áfram útfrá því, með leiðbeiningum frá dömunni. Hér er lykilatriði að vera hreinskilinn og opinskár og þora að tala saman!

Ef það hafið frekari spurningar um snípinn eða bara hvað sem er, endilega hafið samband með því að senda email á: spurduragsy@gmail.com

Gangi ykkur vel!

kveðja
Ragsy

No comments: